Árni Sv. Mathiesen

March 18, 2014 11:18 am Published by Leave your thoughts

Frá 2009 til 2016 starfaði Árni í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arev verðbréfafyrirtæki. Frá 1991 til 2007 var hann framkvæmdastjóri og eigandi Bedco & Mathiesen ehf. Það fyrirtæki sérhæfði sig á sviði innflutnings og sölu á hjúkrunarvörum fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, auk þess að selja skrifstofu- og öryggisvörur fyrir fyrirtæki, stofnanir og banka. Áður starfaði hann á sviði drykkjarvöruiðnaðar og var markaðsstjóri Hr. Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Árni er með mastersgráðu í lögfræði (ML) frá Háskólanum í Reykjavík ásamt Cand. ocean. gráðu frá Háskóla Íslands.

Categorised in:

This post was written by admin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *