Podcast í Bakherberginu: kaup og sala á óskráðum fyrirtækjum

Jón Sch. Thorsteinsson tók þátt í umræðum í Bakherberginu hjá Andrési og Þórhalli. Gestur þáttarins ásamt Jóni var Magnús Berg Magnússon. Í þættinum var fjallað um kaup og sölu á óskráðum fyrirtækjum. Hér fyrir neðan er listi yfir efni þáttarins:

Umræða um kaup sjóðs í stýringu Stefnis á ISNIC lénaskráningarfyrirtækinu

Kaup og sala óskráðra fyrirtækja, hvernig kemur þetta til?

Sala á hugbúnaðarfyrirtækinu Reglu til norsks fjárfestingarsjóðs

Vegferð Advania og Aðalsteins Jóhannssonar í BullHill Capital

Rætt um kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri

Farið stuttlega yfir tengingu Jóns Scheving við þá feðga Björgólf Thor Björgólfsson og Björgólf Guðmundsson

Umræðan um Gæðabaksturs-kaupin kláruð og rætt um ráðgjafana í ferlinu og ýmsa aðra fyrirtækjaráðgjafa

Rætt um kaup feðganna í Epal á Dýrabæ og The Body Shop

Fjallað um bandaríska milljarðamæringinn Chad Pike sem hefur keypt upp jarðir og opnað lúxusgistingu í Fljótunum nærri Siglufirði auk þess að fjárfesta í bárujárnsklæddum timburhúsum í miðbænum og gamla Vesturbænum.

Rætt um áfallið sem felst í því að selja fyrirtæki sem fólk hefur byggt upp og leit fólks að tilgangi að nýju. Minnst á viðtal við Reyni Grétarsson sem seldi fyrirtækið sitt Creditinfo og hefur verið að reyna að finna sig aftur í nýju hlutverki. Kaup og sala geta reynst þungbær.

Rætt um hversu mikið reiðufé er laust nú í fjárfestingarsjóðum og mikil bjartsýni ríkjandi í viðskiptalífinu.

Scroll to Top