verðbréfafyrirtæki – eignastýring og ráðgjöf

Um Arev

Arev var stofnað árið 1996 og eru hluthafar þess félagið Vigfús Guðbrandssson og Co ehf  (0,1%) og Jón Scheving Thorsteinsson (99,9%). Árið 2006 fékk Arev verðbréfafyrirtæki hf. starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi Arev verðbréfafyrirtækis tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga sem felast í móttöku og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um fjármálagerninga (í tengslum við eignastýringu) og eignastýringu auk ráðgjafar til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál svo og ráðgjöf og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim. Í dag eru 2 fastir starfsmenn hjá félaginu með víðfeðma reynslu í fyrirtækjarekstri og fjármálum. Arev verðbréfafyrirtæki hefur áralanga reynslu í umsjón með eignastýringu og hefur innleitt vinnubrögð sem byggjast á faglegu eftirliti og skilvirkri vinnslu upplýsinga sem stuðla að trausti og tiltrú milli allra hagsmunaaðila. Aðalstyrkleiki fyrirtækisins liggur í samþættri reynslu á neytendavörumarkaði og fjármálalegri þekkingu.

Starfsmenn

JÓN SCHEVING THORSTEINSSON - framkvæmdastjóri

Jón er með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá Stanford University. Hann starfaði sem framleiðslustjóri og síðar sölu- og markaðsstjóri hjá Sól til ársins 1996. Jón stofnaði Arev árið 1996 um ráðgjöf tengdri fyrirtækjum. Jón réðist til starfa hjá Hagkaupum og síðar hjá Baugi þar sem hann stýrði erlendum fjárfestingum fyrirtækisins til ársins 2003. Árið 2004 stofnaði hann Arev Ltd. í Bretlandi en Arev var jafnframt starfrækt á Íslandi. Arev verðbréfafyrirtæki fékk starfsleyfi frá FME á árinu 2006. Jón lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2012.

Árni Sv. Mathiesen - skrifstofustjóri

Frá 2009 til 2016 starfaði Árni í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arev verðbréfafyrirtæki. Frá 1991 til 2007 var hann framkvæmdastjóri og eigandi Bedco & Mathiesen ehf. Það fyrirtæki sérhæfði sig á sviði innflutnings og sölu á hjúkrunarvörum fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, auk þess að selja skrifstofu- og öryggisvörur fyrir fyrirtæki, stofnanir og banka. Áður starfaði hann á sviði drykkjarvöruiðnaðar og var markaðsstjóri Hr. Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson. Árni er með mastersgráðu í lögfræði (ML) frá Háskólanum í Reykjavík ásamt Cand. ocean. gráðu frá Háskóla Íslands.

Stjórn

Óskar Garðarson

Óskar settist í stjórn Arev verðbréfafyrirtækis í júlí 2016. Frá árinu 2014 hefur Óskar verið framkvæmdastjóri Dögunar sem er sjávarútvegsfyrirtæki með megin starfsemi á Sauðárkróki.  Félagið sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á rækju.  Á árunum 2009-2013 starfið hann hjá SJ1 ehf sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri.  SJ1 annaðist eignastýringu og ráðgjöf fyrir tengda aðila.  Óskar starfaði sem fjárfestingastjóri hjá Milestone á árunum 2006-2009.  Óskar var fjármálastjóri og síðar annar af framkvæmdastjórum Eskju hf á árabilinu 2001-2006.  Óskar hefur setið í stjórnum ýmissa félaga í tengslum við störf sín á liðnum árum.  Hann er með BSc gráðu frá Lancaster University (1992) og framhaldsgráðu(postgraduate certificate in business studies) frá Warwick University (2007).

Gunnar Ingimundarson

Gunnar settist í stjórn Arev verðbréfafyrirtækis í júlí 2016. Gunnar lauk Cand. Oecon prófi frá Háskóla Íslands árið 1981. Starfaði hjá Félagi íslenskra iðnrekenda til ársins 1986. Það ár stofnaði Gunnar ásamt fleirum hugbúnaðarfyrirtækið Hug hf. og var framkvæmdastjóri þess allt til ársins 1999 þegar það var selt. Gegndi stjórnunarstörfum með nýjum eigendum og tók þátt í ýmsum sameiningum á árunum 2000-2007. Tók það ár við starfi framkvæmdastjóra HugarAx, sameinaðs fyrirtækis Hugar hf. og AX hugbúnaðarhúss. Gegndi því starfi til ársins 2009. Varð þá hluti af stjórnendateymi Skýrr hf (síðar Advania) og starfaði þar til ársins 2016. Gegni nú starfi framkvæmdastjóra ráðgjafar hjá LS Retail – framleiðanda hugbúnaðar fyrir verslunargeirann með starfsemi um allan heim. 

 

Gunnar Ármannsson

Frá því í desember 2012 hefur Gunnar verið innanhúss lögmaður VHE ehf., sem er um 500 manna fyrirtæki sem þjónustar álver um allan heim auk þess að vera umsvifamikið í verktakageiranum á Íslandi á sviði nýbygginga. Á árunum 2009-2012 var Gunnar framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækis á sviði heilbrigðistengdrar ferðaþjónustu PrimaCare ehf. Árin 2002 til 2009 var Gunnar framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands og árunum 1993 til 2002 gengdi Gunnar ýmsum stjórnunarstörfum hjá tollstjóranum í Reykjavík. Gunnar útskrifaðist með Cand. Jur. gráðu frá HÍ 1993 og MBA gráðu frá sama skóla 2002. Gunnar er formaður stjórnar Expeda ehf. sem er nýsköpunarfyrirtæki á sviði tölvugreindar og læknisfræði.

Varamenn í stjórn

Erna Á. Mathiesen

Magnús Gunnarsson