Upplýsingar og reglur


Upplýsingar og reglur

Arev verðbréfafyrirtæki hf. hefur sett sér reglur og ferla til að tryggja eftirfylgni við þau lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins. Hér fyrir neðan er að finna tilvísun til þeirra reglna sem gilda í starfsemi Arev verðbréfafyrirtækis hf. Áður en stofnað er til viðskipta er nauðsynlegt að viðskipavinir kynni sér reglur og skilmála félagsins. Arev verðbréfafyrirtæki hf. ber að afla ýmissa upplýsinga hjá viðskiptavinum og senda starfsmenn Arev verðbréfafyrirtækis hf. öll nauðsynleg gögn sem fylla þarf út um leið og ákvörðun um að hefja viðskipti liggur fyrir. Hér fyrir neðan má finna helstu reglur Arev verðbréfafyrirtækis hf.


Yfirlýsing um stjórnhætti

Stjórnhættir Arev verðbréfafyrirtækis.


Persónuverndarstefna Arev

Persónuverndarstefna Arev.


Besta framkvæmd

Arev verðbréfafyrirtæki hefur sett sér reglur um bestu framkvæmd viðskiptafyrirmæla. Reglunum er ætlað að tryggja að viðskiptavinir Arev hljóti besetu mögulegu niðurstöðu við framkvæmd viðskiptafyrirmæla.


Aðgerðir gegn peningaþvætti

Á Arev verðbréfafyrirtæki hf. hvílir, líkt og á öðrum fjármálafyrirtækjum, lagaskylda um að gera sitt ítrasta til að hindra að rekstur og starfsemi félagsins verði notuð til að þvætta fjármuni eða til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Arev verðbréfafyrirtæki hefur sett sér reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, reglur um áhættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem og reglur um áreiðanleikakönnun viðskiptavina (KYC). Í þessum reglum leitast Arev verðbréfafyrirtæki við að uppfylla í hvívetna ítrustu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á innlendum og alþjóðlegum vettvangi á þessu sviði.  Hluti af skyldu Arev verðbréfafyrirtækis er þekkja deili á sínum viðskiptavinum og starfsemi þeirra og ber félaginu í því markmiði að gera áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum, sem m.a. er uppfyllt með því að afla upplýsinga frá viðskiptavinum.


Flokkun viðskiptavina

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, skal fjármálafyrirtæki flokka viðskiptavini í almenna fjárfesta, fagfjárfesta eða viðurkennda gagnaðila. Flokkunin grundvallast m.a. á reynslu og þekkingu viðskiptavina.


Upplýsingar um viðskiptavini

Persónuverndarstefna Arev.


Kvartanir og úrskurðar- og réttarúrræði viðskiptavina

Komi til þess að viðskiptavinur vilji bera upp kvörtun vegna þjónustu Arev verðbréfafyrirtækis hf. má bera hana upp með ýmsum hætti, svo sem tölvupósti ( regluvordur hjá arev.is ) bréfleiðis, símleiðis eða á fundi.

Viðskiptavinur getur skotið ágreiningi sem hefur komið upp til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík. Sími: 569 9600

Tölvupóstur:  urskfjarm@sedlabanki.is

https://www.fme.is/eftirlit/neytendur/urskurdarnefndir/urskurdarnefnd-um-vidskipti-vid-fjarmalafyrirtaeki/

Fylla þarf út sérstakt eyðublað sem nálgast má á skrifstofu Fjármálaeftirlitsins.

Þá geta viðskiptavinir leitað með ágreining til dómstóla.


Fjármálagerningar og áhætta

Hér má lesa yfirlit yfir helstu áhættur sem fylgja viðskiptum með fjármálagerninga. Ekki er um tæmandi talningu að ræða og getur fleira haft áhrif á verðmæti fjármálagernings. Mikilvægt er að viðskiptavinir meti áhættu af fjármálagerningi áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.


Hæfi lykilstarfsmanna

Arev verðbréfafyrirtæki hefur sett sér reglur um hæfi lykilstarfsmanna með vísan til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og með hliðsjón af leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins rnr. 3/2010. Þá eru í gildi hjá Arev verðbréfafyrirtæki m.a. reglur um upplýsingar um viðskiptamenn. Viðskiptamenn Arev geta hvenær sem er fengið aðgang að þeim hjá regluverði félagsins sem og reglum um aðskilnað starfssviða (kínamúra).


Hagsmunaárekstrar

Arev verðbréfafyrirtæki hefur sett sér stefnu um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, sem ætlað er að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina félagsins. Viðskiptavinir Arev þurfa að samþykkja stefnu um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum.


Eigin viðskipti

Arev verðbréfafyrirtæki hefur sett sér reglur um eigin viðskipti starfsmanna sem ætlaðar eru til að lágmarka hugsanlega hagsmunaárekstra milli félagsins og viðskiptamanna þess eða viðskiptavini félagsins og viðskiptamanna þess eða viðskiptavini félagsins innbyrðis.

Skrunaðu efst