Starfsemi


Starfsemi Arev

Arev verðbréfafyrirtæki hf. veitir þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði smásölu, innflutningsverslunar og þjónustutengdum iðnaði sem sameiginlega má kalla neytendavörutengd fyrirtæki.

Fyrirtækið hefur einnig verið að auka þekkingu sína á sjávarútvegi og hefur unnið greiningar fyrir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Frá árinu 2010 hefur Arev haft heimild til að veita ráðgjöf til fyrirtækja um uppbyggingu eigin fjár, stefnumótun og skyld mál sem og ráðgjöf og þjónustu varðandi samruna fyrirtækja og kaup á þeim sbr. 2. tl. 1. mgr 25. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Ráðgjöfin verður sífellt tæknilegri og sérhæfaðri. Þekking á sviði tölfræði og gervigreindar er sífellt meira notuð í verkefnum Arev.

Við veitum ýmis ráðgjafir

Ráðgjöf

Verðmöt

Arev metur verðmæti fyrirtækja og eigna  í samræmi við líklegt sölu- og kaupverð.

Viðskiptavinir

Arev hefur veitt stórum fyrirtækjum og smáum ráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Sérhæfing Arev er í smásölu, heildsölu, þjónustu og  iðnaði.

Rekstrarráðgjöf

Arev veitir fyrirtækjum rekstrarráðgjöf og aðstoðar fyrirtæki við uppsetningu fjárhagslegra upplýsinga- og eftirlitskerfa.

Kaup & sala

Arev veitir fyrirtækjum sölu-, kaup- og samrunaráðgjöf og ráðgjöf við skipulag efnahagsreiknings. Arev aflar meðfjárfesta fyrir fyrirtæki eða fjárfesta og kemur með tillögur um útlit efnahagsreiknings. Arev aðstoðar fyrirtæki við fjármögnun.

Fjárhagslegt endurskipulag

Arev veitir ráðgjöf á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar og hafa fjölmargir nýtt sér slíka ráðgjöf hér á landi í kjölfar kreppunnar.

Aldursdreifingu karfa

Ráðgjöfin verður sífellt tæknilegri og sérhæfaðri. Þekking á sviði tölfræði og gervigreindar er sífellt meira notuð í verkefnum Arev. Hér að neðan má sjá aldursdreifingu karfa úr sýnum vorleiðangra Hafrannsóknarstofnunar.

Skrunaðu efst