Skuldabréf : Feril ávöxtunarkröfu Reykjavíkur

Arev skoðar reglulega skuldabréf Reykjavíkurborgar. Skuldabréf eru ýmist með vertryggðum vöxtum eða óverðtryggðum. Annað sem hafa þarf í huga þegar skuldabréf eru borin saman eru vaxtagjalddagar. Jafnframt þarf að huga hversu hratt skuldabréf eru greidd niður, en út frá því meðalárafjölda skuldabréfa með tilliti til sjóðstreymis þeirra. Upplýsinga rum daglegt verð skuldabréfa má finna á Keldunni.

Myndin sýnir að ferill skuldabréfanna hefur hliðrast lítillega til vinstri fyrir 7 ára bréf of þau sem eru skemmri. Hins vegar hefur ferillinn hliðrast heldur til hægri fyrir þau bréf sem eru með lengri meðallengd en 7 ár. Skýringarnar á hliðrun þýðir að ávöxtunarkrar þeirra eru nú lægri en í nóvember og desember og skýrist það af lægri verðbólgu til skamms tíma. Hækkun þeirra eftir 7 ár á sér nokkrar skýringar en verðbólguálag er til þess að gera hátt áfram. Eins má geta þess að óvissa hefur verið í borgarmálum og býður markaðurinn fregna af fyrirætlunum nýs meirihluta.

Scroll to Top