Kerfið reiknar úthlutað aflamark. Sýnir hlutfall valinna útgerðarfyrirtækja af heildaraflamarki á hverjum tíma og eftir vali, áhrif kaupa/samruna mögulegra félaga. Hægt er að velja grunnforsendur sem miða annað hvort við núverandi lagaumhverfi eða forsendur í drögum að frumvarpi um sjávarútveg,
Dæmi um útreikning sem sýnir markaðshlutdeild stærstu útgerða byggða á aflamarki eftir úthlutun á aflamarki í makríl 4. júní sl.
Kerfið reiknað úthlutað aflamark í krókaaflskerfinu og sýnir hlutfall aflaheimilda tíu stærstu útgerðafyrirtækja í „ÞÍG“ og fyrir stofna þorsks og ýsu. Hægt er að sjá breytingar fyrir og eftir kaup eða samruna mismunandi félaga.
Í kerfinu er einnig að finna eignarhald íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja og tengsl þeirra við önnur félög í greininni.
;yndin sýnir stöðu eignarhalds á milli sjávarútvegsfyrirtækja miðað við síðustu opinberar íslenskar upplýsingar Unnt er að færa inn dæmi um kaup eða sameiningar inn í kerfið og reikna markaðshlutdeild og aðra stuðla eftir að slík dæmi hafa verið færð inn.
Kerfið reiknar helstu samþjöppunarstuðla svo sem HHI (Herfindal-Hirschman stuðul), CR3 og CR8 (concentration index). Þessir útreikningar eru ýmist fyrir núverandi lagaumhverfi og frumvarpsdrög um breytingar á lögum. Stuðlarnir eru reiknaðir fyrir heildarmarkaðarinn, tengudarflokka og einstakar tegundir.