Starfsmenn Arev skrifuðu grein í Vísbendingu um dreifingu laxa í ár eftir sleppiatburð í Kvígindisdal síðastliðið sumar. Í ljós kom að laxar dreifðust í vestur og austur frá Patreksfirði.
Á myndinni má sjá hverni laxarnir dreifðust á veiðistaði (ár), en myndin sýnir 457 laxa sem fengnir og er drefing þeirra fengin frá http://www.strokulax.is. Um 22% laxanna fór í vestur en 78% í austur. Miðgildi vegalengdar laxa sem fóru í austur var 268 km en þeirra sem fóru til vesturs var 171 km. Mun frjósamari ár eru austan megin og jafnframt liggja hafstraumar réttsælis um landið.