Á fundi í Sjávarklasanum í byrjun mars kynnti Jón Scheving Thorsteinsson stærðfræðingur niðurstöður úr greiningar- og rýnivinnu Arev á áhættumati erfðablöndunar og setti fram gagnrýni á fjölmarga þætti í núverandi áhættumati. Vinna Arev var unnin fyrir Landssamband veiðifélaga.
Fundinn sátu fulltrúar Matvælaráðuneytis, Hafrannsóknastofnunar, Landssambands veiðifélaga, veiðirétthafa og náttúruverndarsamtaka.
Með því að smella hér má nálgast kynningu Arev frá fundinum.
Með því að smella hér má nálgast ítarlegri álitsgerð um málið.