- Samantekt
Veritabus telur að ársbreyting vísitölu neysluverðs lækki úr 9,5% í 8,5%. Óvissan er 0,2%. Hagstofan birtir mælingar sínar 30. júní næstkomandi.
- Helstu undirliðir vísitölu
Mat Veritabus byggist aðallega á eftirfarandi mati:
Liðir | Breyting á milli mánaða | Breyting á einu ári |
Matur og drykkjarvörur | -0.4% | 11.0% |
Áfengi og tóbak | 0.6% | 8.6% |
Föt og skór | 0.8% | 5.4% |
Húsnæði, hiti og rafmagn | 0.8% | 10.9% |
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. | 0.6% | 8.3% |
Ferðir og flutningar | 1.5% | 7.1% |
Póstur og sími | -0.6% | -1.6% |
Vísitala neysluverðs | 0.6% | 8.5% |
Matvara og húsnæði hafa hækkað meira en flestir aðrir liðir sl. 12 mánuði, en matvaran lækkar þó um 0,4% í júní frá fyrri mánuði. Húsnæðismarkaðurinn heldur áfram að róast, en hækkar samt lítillega áfram m.a. vegna verðbólgu sem hefur áhrif á reiknaða húsaleigu, innflutta kostnaðarverðbólgu og launabreytingar.
Myndin sýnir þróun veigamikilla liða í vísitölunni undanfarna 12 mánuði:
Veigamestu liðirnir sem áttu mestan þátt í hækkun vísitölu neysluverðs eru áfram matar- og drykkjarvörur, ásamt húsnæði, hita og rafmagns liðnum. Breytingin á einu ári hljóðar upp á 11% í fyrri liðnum og 10,9% í þeim síðari.
Um Veritabus
Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Veritabus notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu.