Hagstofa Íslands birtir samræmda vísitölu neysluverðs fyrir ágúst þriðjudaginn 20. september. Tólf mánaða verðbólga var 6,4% í júlí. Veritabus telur að sáralitlar verðbreytingar hafi orðið á milli mánaða eins og sjá má í meðfylgjandi töflu:
Þetta þýðir að tólf mánaða verðbólga fellur ú 6,4% í 5,9%. Þetta má sjá í töflunni hér að neðan:
Það er fróðlegt að bera breytingar á neysluverðsvísitölunni saman við breytingar á samræmdu vísitölunni. Megin munurinn á vísitölunum felst í að samræmda vísitalan tekur ekki tillit til breytinga á kostnaði við eigin húsnæði. Hér að neðan má sjá hvernig 12 mánaða vísitölur hafa þróast: