
Verðbréfafyrirtæki – eignastýring og ráðgjöf
Arev verðbréfafyrirtæki
hefur áralanga reynslu
í ráðgjöf á fjármálamarkaði
Verðbréfafyrirtæki
Eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf
Arev verðbréfafyrirtæki hf. sinnir eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf.
Verkefni eignastýringar er að stýra fagfjárfestasjóðum þannig að ávöxtun þeirra verði í samræmi við væntingar viðskiptavina og fyrirframskilgreinda áhættu þeirra.
Verkefni fyrirtækjaráðgjafar felst í að para saman fjármagn og fjármálagerninga þannig að viðskiptavinir komi sem allra best út úr þeim viðskiptum.
Starfað síðan 1996
Arev verðbréfafyrirtæki hefur áralanga reynslu í umsjón með eignastýringu og hefur innleitt vinnubrögð sem byggjast á faglegu eftirliti og skilvirkri vinnslu upplýsinga sem stuðla að trausti og tiltrú milli allra hagsmunaaðila.

Fyrirtækjaráðgjöf
Verðmöt
Arev metur verðmæti fyrirtækja og eigna í samræmi við líklegt sölu- og kaupverð.
Viðskiptavinir
Arev hefur veitt stórum fyrirtækjum og smáum ráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Sérhæfing Arev er í smásölu, heildsölu, þjónustu og iðnaði.
Rekstrarráðgjöf
Arev veitir fyrirtækjum rekstrarráðgjöf og aðstoðar fyrirtæki við uppsetningu fjárhagslegra upplýsinga- og eftirlitskerfa.
Kaup og sala fyrirtækja
Arev veitir fyrirtækjum sölu-, kaup- og samrunaráðgjöf og ráðgjöf við skipulag efnahagsreiknings. Kaup og sala fyrirtækja er meðal þeirra þátta sem við leggjum sérstaka áherslu á, og við aðstoðum fyrirtæki eða fjárfesta við að finna meðfjárfesta. Að auki kemur Arev með tillögur um útlit efnahagsreiknings og aðstoðar fyrirtæki við fjármögnun.
Fjárhagslegt endurskipulag
Arev veitir ráðgjöf á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar og hafa fjölmargir nýtt sér slíka ráðgjöf hér á landi í kjölfar kreppunnar.

Tæknileg og sérhæfð ráðgjöf
Þekking og greining á markaði
Greining á markaði
Arev notar og þróar fjölbreytt sérhæfð greiningartól til að rýna í markaðinn, greina þróun og meta fjárfestingartækifæri. Með nýjustu aðferðum og gögnum tryggjum við markvissa og nákvæma úrvinnslu upplýsinga sem styðja við upplýstar ákvarðanir viðskiptavina okkar.
Þróun verðs
Arev hefur um árabil greint verðkannanir fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagsamtök. Þróuð hafa verið greiningingartól sem henta vel við greiningu af þessu tagi.
1996
Stofnað
Greinar & fréttir




