Á árinu 2024 vann Arev áhættumat fyrir Landsamband veiðifélaga sem reiknar hve mikð af strokulax skilar sér í ár/veiðivötn. Líkanið hefur nú verið endurbætt töluvert. Jafnframt hefur verið rituð grein á ensku um matið.
Strok
Sleppingar og strok hafa ævinlega verið fylgisfiskar fiskeldis í opnum kvíum í sjó. Tvær aðalástæður sleppinga eru slæmt veður og vinna við kvíar. Líkan Arev er hermilíkan sem hermir eftir því sem gerist þegar laxar sleppa úr fiskeldi. Sleppiatburðir er óvæntir atburðir og fjöldi strokulax einnig. Miklu máli skiptir hvort þessir atburðir eigi sér stað á hættutímabili, en þá er hætt við að strokulaxar fari upp í ár blandist við villtan lax, Einnig skiptir miklu máli hvort lax sleppi á meðan hann eru seiði eða gönguseiði eða hvort hann eru fullorðinn. Þegar minni lax sleppur þurfa hann að fara á haf út í 1-3 ár áður en hann kemur til baka. Fullorðinn lax getur hins vegar farið beint í ár/veiðivötn.
Á íslandi hafa verið þrír mikilvægir strokatburðir frá 2017. Þeir eru sýndir á myndinni hér að neðan:

Kvígindisdalur
Súlan frá 2018 sýnir strokatburð sem varð við Hringsdal í Arnarfirði í febrúar 2018, en þá slapp stór lax (um 7,5 kg að meðaltali). Fjöldi strokulax er talinn hafa verið um 27 þúsund einstaklingar (þetta voru reyndar tveir atburðir á sama tíma). Sumarið 2021 slapp minni lax (um 850 g að meðaltali) Fjöldi strokulax er talinn hafa verið um 80 þúsund. Sumarið 2023 fór svo meira en 3.500 strokulax úr kvíum í Patreksfirði (við Kvígindsdal). Fyrsta sleppingin var að mestu utan hættutímabils og nálægt sjó, en hinar tvær síðastnefndu voru innan hættutímabils og innar í fjörðum. Fylgst hefur verið vel með hvernig lax úr ofangreindum strokum hefur reitt af og hvort hann hafi skilað sér í ár/veiðivötn.

Myndin hér að ofan sýnir dreifingu lax í ár/veiðivötn úr sleppingunni í Patreksfirði 2023, en á þessari mynd er byggt á tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Meira um þetta mál lesa hér.
Hermilíkan
Reynslutölur og niðurstöður vísindagreina eru notaðar til þess að meta hversu mikið af lax skilar sér í ár ár/veiðivötn eftir sleppingu. Arev notar vélanám til að læra af fyrri atburðum til að spá fyrir um það í hvaða ár/veiðivötn lax muni skila sér í kjölfar sleppingar. Notuð er Poisson líkindadreifing til að herma eftir tíðni strokatburða og stærð þeirra.
Hafrannsóknarstofnun miðar í gildandi áhættumati við að hlutfall eldislax fari ekki yfir 4% af heildarmagni lax í ám/veiðivötnum. Hér má sjá niðurstöður hermilíkans Arev miðað mismunandi hámarksframleiðslu á Vestfjörðum.

Grein á ensku um áhættumatið má lesa hér. Helstu tölur sem notaðar eru í áhættumatið má finna hér. Dæmi um einstaka á má sjá hér:

Heildarniðurstöður má finna hér.