Samkeppnisráðgjöf


Samkeppnisráðgjöf Arev

Fyrirtæki sem vilja tryggja samræmi við samkeppnislög og átta sig á áhrifum samruna og yfirtaka þurfa á faglegri samkeppnisráðgjöf að halda.
Samkeppnisumhverfið er síbreytilegt og breytingar á markaði, samrunar og yfirtökur geta haft veruleg áhrif á stöðu fyrirtækja. Arev er leiðandi í greiningu á samkeppnisþáttum og útreikningum á samþjöppunarstuðlum, og hefur veitt ráðgjöf í ýmsum samrunamálum á undanförnum árum.

Við hjálpum fyrirtækjum að meta áhrif samruna og breytinga á markaðnum, bæði í tengslum við Samkeppniseftirlitið og viðskiptalega stefnumótun. Með nákvæmum útreikningum, markaðsskilgreiningum og dýpri greiningu á samkeppnisstöðu, tryggjum við að fyrirtæki fari rétta leið í samkeppnismálum og taki upplýstar ákvarðanir um framtíðarskipulag sitt.

Verðmöt fyrirtækja

Samþjöppunarstuðlar og samrunagreining í samkeppnisráðgjöf

Viðeigandi greining og mat á samkeppnisstöðu er lykilatriði við samruna og yfirtökur, þar sem slík viðskipti geta haft veruleg áhrif á markaðinn. Mikilvægt er að framkvæma slíkt mat áður en samrunatilkynning er send til Samkeppniseftirlitsins. Arev sérhæfir sig í útreikningum á samþjöppunarstuðlum (HHI – Herfindahl-Hirschman Index) og öðrum mælikvörðum sem notaðir eru til að meta áhrif samruna á markaðsaðstæður.

Við greinum markaðshlutdeild keppinauta og samkeppnishindranir til að tryggja að samruni eða breyting á eignarhaldi haldist innan þeirra marka sem samkeppnisyfirvöld telja ásættanleg. Með faglegri samkeppnisráðgjöf og aðferðafræði sem byggir á alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, veitir Arev innsýn í áhrif samruna og leiðir til að lágmarka áhættu í samkeppnismati. Að auki leggur Arev mat á hvort að samruni teljist mögulegur, en ef mikil samþjöppun er á markaðnum þá er mun erfiðara að fá samruna tveggja aðila í gegn. Í þeim tilvikum getur Arev ráðlagt viðkomandi til að lágmarka bæði þann kostnað og tíma sem færi annars í að ráðast í samruna sem yrði svo ekki leyfilegur vegna samþjöppunar.

Markaðsskilgreiningar og áhrifamat samruna

Skilgreining markaðar er grunnstoð í allri samkeppnisráðgjöf. Með því að afmarka landfræðileg og vöruviðskiptaleg mörk markaðarins má meta raunverulega samkeppnisstöðu fyrirtækja og áhrif samruna.

Megindleg og eigindleg gögn eru nýtt til að greina markaðshlutdeild, samkeppnisþrýsting, og mögulegar breytingar á markaðsaðstæðum í kjölfar samruna. Greiningin tekur mið af þróun í viðkomandi geira, efnahagslegum þáttum, og lagalegum ramma sem gildir um samkeppni á Íslandi. Með þessum gögnum er hægt að móta stefnu sem styður við bæði lagaleg skilyrði og viðskiptalegar ákvarðanir.

Samkeppnisráðgjöf fyrir fyrirtæki
Rekstrarráðgjöf fyrir fyrirtæki

Ráðgjöf og stuðningur í samskiptum við Samkeppniseftirlitið

Árangursrík samkeppnisráðgjöf krefst vandaðs undirbúnings áður en mál er tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins. Þjónusta Arev felur í sér greiningu á mögulegum samkeppnisvandamálum, úrvinnslu gagna, og ráðgjöf um leiðir til að tryggja að samruni standist lagalegar kröfur.

Fyrirtæki fá aðgang að sérhæfðri samkeppnisráðgjöf við skjalavinnslu, útreikninga og samskipti við Samkeppniseftirlitið, sem getur flýtt fyrir samþykkt og dregið úr líkum á löngu ferli eða höfnun. Með skýrri greiningu og vel undirbúnum gögnum má lágmarka áhættu og tryggja hnökralaust ferli í samkeppnismati.

Scroll to Top