blur, chart, computer

Þróun ávöxtunarkröfu RVÍK og OR haustið 2024

Hér að neðan má sjá hvernig verðtryggð ávöxtunarkrafa á Reykjavíkurborg og Orkuveituna hefur verið að færast í haust. Grafið sýnir kröfuna í september (x) og nóvember (o) fyrir einstök skuldabréf RVÍK og OR. Bláa og gula línurnar eru fundnar með aðferð Nelson – Siegel – Svenson sem notar stærðfræðilegar aðferðir til að draga fágaða línu í gegnum kröfur fyrir mismunandi tímalengd skuldabréfa.

Strangt til tekið er eðlilegt að gera ráð fyrir því að skuldabréf RVÍK og OR lúti sömu ávöxtunarkröfu þar sem útgefendur skuldabréfanna eru í sömu samstæðu. Bláa línan í september sýnir þetta ágætlega. Í nóvember virðast fjárfestar hins vegar vera farnir að gera lægri kröfu til skuldabréfa RVÍK og hærri til OR. Græna línan sem tekur eingöngu til skuldabréfa RVÍK sýnir þetta vel.

Svo virðist sem betri árshlutauppgjör og breytingar á lánsfjárþörf hafi lækkað kröfu fjárfesta á Reykjavíkurborg.

Mikil lánsfjárþörf Orkuveitunnar og óljós staða dótturfélaga í fjárhagsspá Orkuveitunnar sem birtist í lok október virðist vera að auka kröfur fjárfesta til skuldabréfa fyrirtækisins.

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Skrunaðu efst