Áhættumat Arev

Hér að neðan eru tvær myndir sem sýna ágengni eldislax i í lykilám á Vestur og Norðvesturlandi:

Hér fyrir neðan eru myndir með öllum veiðivötnum á Vestur- og Norðvesturlandi sem fram koma vöktunarskýrslu Hafrannsóknarstofnunar:

Uppbygging hermilíkans fyrir áhættumat

Gagnaskrár sem notaðar eru við áhættumat

Vestfirðir (ár og kvíar)
Inniheldur hnit fjarða sem eru með kvíar og hámarksframleiðslu í hverjum firði
Inniheldur hnit veiðivatna, fimm ára meðaltal veiði, staðalfrávik, veiðiálag, fjölda strokulaxa, og upplýsingar hvort birta eigi upplýsingar um veiðivatnið í lokaniðurstöðum, hvort það sé rangsælis eða réttsælis við framleiðslusvæði, og hvort náttúrulegir tálmar hamli för strokulaxa.


Austfirðir (ár og kvíar)
Sömu upplýsingar og að ofan.


Innlestur jaðarhnita fyrir Vestfjarðarkjálkann, Vesturland og Norðvesturland og innlestuur jaðarhnita fyrir Austfirði

Hér er nánari lýsing á hermilíkani sem notað er við áhættumat

Forrit til að meta fjarlægðir frá kvíum í ár.
Forritið fær send hnit veiðivatna og kvía og metur fjarlægðir á milli þeirra með Haversine formúlunni

Forrit sem notar vélnám til að búa til spálíkön fyrir einstök veiðivötn
Forritið fær upplýsingar um veiðivötn og lærir með vélanámi af slysinu í Kvígindisdal. Það býr til metil
sem á grunni upplýsinga um sleppislys spáir fyrir um hve margir síðbúnir og snemmbúnir fiskar munu
skila sér í tiltekið veiðivatn. Metlarnir eru mismunandi fyrir slys á Vestfjörðum og á Austurlandi.

Hjálparforrit sem býr til dreifingu fyrir hermun
Forritið tekur inn stika í Poisson dreifingu og fjölda tímabila. Það skilar svo fylki með árlegum
dreifingum síðbúinna og snemmbúinna stroka. Fjöldi ára ræðst af því hversu oft á að herma, en við
höfum miðað við 1000 skipti og eru niðurstöður stöðugar.

Hermunarlykkja
Fer í gegnum sérhvert veiðivatn. Nær í nýja dreifingu fyrir hermun. Velur kví af handhófi. Framkallar strokatburði í samræmi við líkindadreifingar. Notar fjarlægð milli kvíar og veiðivatns og metur þannig með hve margir strokulaxar koma í hvert veiðivatn á hverju ári. Reiknar hversu oft hlutfall strokulaxa fer yfir 4% og hve oft meðaltalságengni 4 ára fer yfir 2%. Þetta er gert fyrir mismunandi framleiðslumagn.

Myndræn framsetning fyrir áhættumat
Forrit sem setur niðurstöður hermunar fram á myndrænan hátt.

Þessi færsla var uppfærð 2025/02/10

Scroll to Top