Persónuverndarstefna


Upplýsingar & reglur

Arev verðbréfafyrirtæki hf. hefur sett sér reglur og ferla til að tryggja eftirfylgni við þau lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins. Hér fyrir neðan er að finna tilvísun til þeirra reglna sem gilda í starfsemi Arev verðbréfafyrirtækis hf. Áður en stofnað er til viðskipta er nauðsynlegt að viðskipavinir kynni sér reglur og skilmála félagsins. Arev verðbréfafyrirtæki hf. ber að afla ýmissa upplýsinga hjá viðskiptavinum og senda starfsmenn Arev verðbréfafyrirtækis hf. öll nauðsynleg gögn sem fylla þarf út um leið og ákvörðun um að hefja viðskipti liggur fyrir. Hér fyrir neðan má finna helstu reglur Arev verðbréfafyrirtækis hf.

Persónuverndarstefna Arev

1. Inngangur

Arev verðbréfafyrirtæki hf., 530596-2229, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, hefur sett sér stefnu um persónuvernd sem byggð er á lögum nr. 90/2018. Leiðarljós stefnunnar er að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið safnar og vinnur með. Tilgangurinn er að upplýsa viðskiptamenn um meðferð persónuupplýsinga sem félagið hefur undir höndum, aðgang og réttindi viðskiptamanna félagsins. Arev verðbréfafyrirtæki ber ábyrgð á að öll vinnsla og meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ef spurningar vakna varðandi stefnu þessa má hafa samband við Arev í síma 5512500 eða senda fyrirspurn á netfangið arev@arev.is. 

2. Söfnun, meðhöndlun og geymsla persónuupplýsinga

Við stofnun viðskiptasambands svo og við vinnu fyrir viðskiptavini félagsins er aflað ýmissa upplýsinga tengdum persónulegum upplýsingum. Á félaginu hvílir lagaskylda að afla upplýsinga um viðskiptavini sína í upphafi svo sem vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti auk skyldu vegna upplýsingagjafa til eftirlitsaðila eða annarra opinberra aðila. Ekki er aflað persónulegra upplýsinga nema lagaheimild sé til staðar eða lög kveða á um að beri að afla og samþykki viðskiptamanna liggi fyrir. Megintilgangur öflunar persónuupplýsinga er að geta veitt viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir hafa óskað eftir og félagið býður uppá. Upplýsingar eru varðveittar líkt og lagaskylda kveður á um, og ekki lengur en nauðsyn krefur. Eftir þann tíma er gögnunum eytt, eða þau gerð ópersónugreinanleg. 

3. Miðlun til þriðja aðila

Arev verðbréfafyrirtæki kann að miðla persónuupplýsingum viðskiptavina til þriðja aðila, svo sem í tengslum við samningssamband þeirra við félagið. Arev verðbréfafyrirtæki afhendir þriðja aðila einungis þær persónuupplýsingar sem þykja nauðsynlegar til að ná tilgangi með starfsemi félagsins, og er þá gerður samningur við þann aðila. Í slíkum samningi eru sett skilyrði um meðferð og öryggi gagna, og er þriðji aðili einnig bundinn trúnaði. 

4. Öryggi persónuupplýsinga

Með viðeigandi tæknilegum og skipulögðum ráðstöfunum leitast Arev verðbréfafyrirtæki við að tryggja öryggi persónuupplýsinga viðskiptamanna sinna. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni, sem og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Dæmi um öryggisráðstafanir sem Arev verðbréfafyrirtæki getur beitt eru aðgangsstýringar í kerfum félagsins. Jafnframt er sú hætta sem steðjar að viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga mætt með áhættumati, þegar upplýsingarnar eru þess eðlis að þörf er á. 

5. Réttindi viðskiptavina

Einstaklingur á rétt á að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum og við ákveðnar aðstæður að láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra. Einnig á hann rétt á að andmæla vinnslu og fara fram á að gögn hans séu flutt. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. 

6. Varðveislutími

Á meðan viðskiptasamband varir eru persónuupplýsingar varðveittar og eins lengi sem lög mæla fyrir um eða málefnalegar ástæður krefjast. Þegar lögbundnum skuldbindingum um varðveislu gagna eða þeirra er ekki þörf lengur er þeim eitt. Að jafnaði er varðveislutími 5-7 ár sem byggist á lögum um bókhald, tekjuskatt, um virðisaukaskatt, um peningaþvætti auk laga vegna starfsleyfis félagsins. 

7. Breytingar á persónuverndarstefnu

Arev verðbréfafyrirtæki getur uppfært persónuverndarstefnu þessa í samræmi við breytingar í lögum eða reglugerðum, eða vegna breytinga á vinnslu félagsins með persónuupplýsingar. Taka þær breytingar gildi eftir birtingu á heimasíðu félagsins, http://www.arev.is

Samþykkt á stjórnarfundi 31. mars 2021

Scroll to Top