Ferðamannaspá Arev júlí 2019

Mánaðarlegt ársmeðaltaf fjölda ferðamanna er nú um 2,3 m manna. Spáin gerir ráð fyrir að meðaltalið fari
í 2,1 milljón manna áður en að ferðamönnum taki að fjölga á nýjan leik.

Hægri ás myndarinnar hér til hliðar sýnir að fram á mitt ár 2017 hélt mánaðarlegt ármeðaltal áfram að aukast hlutfallslega. Frá árinu 2017 hefur þetta snúist mjög mikið við og er staðan nú þannig að mánaðarlega ársmeðaltalið hefur verið að lækka um 17-20%. Mánaðarlegt ársmeðaltal er nú um 2,3 m. manna. Miðað við fall WOW og lækkun annars flugframboðs er líklegt að meðaltalið falli frekar í sumar. WOW tók að draga verulega úr framboði sínu sl. september og má því búast við að frá og með september 2019 hætti 12 mánaða meðaltalið loksins að lækka.

Myndin hér til hliðar sýnir þetta betur. Að mati Arev mun 12 mánaða meðaltal lækka fram að áramótum en byrja svo að hækka á nýjan leik. Meðtalið mun falla í 2,1 milljón manns í árslok og heildarfjöldi ferðamanna á árinu 2019 verður um eða yfir 2,0 milljón manns. Arev setti svo upp tvær aðrar sviðsmyndir. Skv. bjartsýnu sviðsmyndinni (græna línan) mun 12 mánaða meðalferðamannafjöldinn á árinu 2019 falla í 2,2 m og snúast við í kjölfarið. Skv. svartsýnu sviðsmyndin (gula línan) mun 12 mánaða meðalferðamannafjöldinn falla í 1,9 milljónir manna áður en hann byrjar að vaxa á nýjan leik.


Scroll to Top