Ársmeðaltal fjölda ferðamanna er nú ríflega 2,1 m. Spáin gerir ráð fyrir að meðaltalið fari í 2 m. um mitt ár 2020 og í 1,9 m. ári síðar. Áður en kórónuveiran byrjaði að breiðast ú gerði Arev ráð fyrir því að hingað kæmu 100 – 120 þúsund Kínverjar til á árinu 2020. Arev ætlar nú að a.m.k. 30 þúsund færri Kínverjar komi til landsins á árinu.
Í janúar komu 13% færri ferðamenn en árið á undan. Við það lækkaði ársmeðaltalið um 0,8%. Meðaltalið er nú ríflega 2,1 m. Arev ætlar að það verði komið undir 2,0 m. í byrjun sumars og 1,9 m. ári síðar eins og myndin sýnir.
Arev setti svo upp tvær aðrar sviðsmyndir. Samkvæmt bjartsýnu sviðsmyndinni (grænu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 2 m. um mitt ár 2021 og byrja svo að vaxa á nýjan leik. Skv. svartsýnu sviðsmyndinni (gulu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 1,8 m. um mitt ár 2021 áður en það byrjar að vaxa á nýjan leik.