Ferðamannaspá Arev desember 2019

Ársmeðaltal fjölda ferðamanna er nú ríflega 2,1 m manna. Spáin gerir ráð fyrir að meðaltalið fari í 2 milljón manna um mitt ár 2020 og í 1,9 m manna ári síðar.

Hægri ás myndarinnar hér til hliðar sýnir, að fram á mitt ár 2017, hélt ársmeðaltal áfram að aukast. Á árinu 2017 snerist þetta við. Í nóvember 2019 komu 11,3% færri ferðamenn en árið á undan. Við það lækkaði ársmeðaltalið um 1%. Meðaltalið er nú ríflega 2,1 m. Arev ætlar að það verði komið í um 2,0 m. um mitt ár 2020 og 1,9 m ári síðar eins og myndin sýnir.

Arev setti svo upp tvær aðrar sviðsmyndir. Skv. bjartsýnu sviðsmyndinni (grænu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 2 m. um mitt ár 2021 og byrja svo að vaxa á ný. Skv. svartsýnu sviðsmyndinni (gulu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 1,8 m. um mitt ár 2021 áður en það byrjar að vaxa á nýjan leik.

Loks er hér til hliðar mynd er sýnir tengsl raungengis og
ferðmannafjölda. Gula línan sýnir raungengi íslensku krónunnar og
brúna línan fjölda ferðamanna. Mikil aukning ferðamanna á
undanförnum árum hefur aukið mjög spurn eftir framleiðsluþáttum
svo sem vinnuafli og þrýst upp raungenginu.


Scroll to Top