Ferðamannaspá Arev nóvember 2019

Mánaðarlegt ársmeðaltal fjölda ferðamanna er nú tæplega 2,0 m manna. Spáin gerir ráð fyrir að meðaltalið fari í 1,8 milljón manna í mars/apríl 2020 en að það fari svo að vaxa á nýjan leik.

Hægri ás myndarinnar hér til hliðar sýnir, að fram á mitt ár 2017, hélt mánaðarlegt ársmeðaltal áfram að aukast hlutfallslega. Á árinu 2017 hóf þetta að snúast við og er staðan nú þannig að meðaltalið hefur verið að lækka um 17-20% á mánuði. Í október 2019 nam lækkunin 19,2%. Meðaltalið er nú tæplega 2,0 m. Það verður komið í 1,9 m. í lok ársins. WOW hóf að draga úr framboði sínu í október 2018. Þrátt fyrir þetta mun meðaltalið halda áfram að lækka a.m.k. út mars í samræmi við opinberar sætaframboðstölur.

Meðtalið mun falla í 1,9 m. í árslok og heildarfjöldi ferðamanna á árinu 2019 verður um eða yfir 1,9 m. Meðaltalið mun falla í 1,8 m. í mars/apríl 2020. Arev setti svo upp tvær aðrar sviðsmyndir. Skv. bjartsýnu sviðsmyndinni (grænu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 1,9 m. og byrja að vaxa á nýjan leik. Skv. svartsýnu sviðsmyndinni (gulu línunni) mun meðaltalið falla í rúmlega 1,7 m. áður en það byrjar að vaxa á nýjan leik.

Loks er hér til hliðar mynd er sýnir tengsl raungengis og ferðmannafjölda. Gula línan sýnir raungengi íslensku krónunnar og brúna línan fjölda ferðamanna. Eins og sjá má virðist mikil hækkun raungengis frá árinu 2015 skila sér í fækkun ferðamanna 12 til 24 mánuðum síðar. Áhrifin eru því lengi að koma í ljós sem er ekki ólíklegt þar sem ferðamannaiðnaðurinn fer eftir árstíðum og almennt hafa bæði ferðaþjónustuaðilar og ferðmann nokkurn fyrirvara á ferðalögum. Breytingar á ferðamannafjölda og breyting á raungengi eru hins vegar nátengdar stærðir í tíma eins og eðlilegt er þar eð breytingar á innflæði gjaldeyris til skamms tíma ræðst að nokkru af fjölda ferðamanna. Þær breytur eru því háðar hvor annarri. Bláa og gráa línan lýsa þannig sama hlutnum að miklu leyti.


Scroll to Top