Hlutdeild sjávarútvegsfélaga og samstæða í afla á Íslandsmiðum

Áskrifendur fá aðgang að appi AREV sem reiknar hlutdeild aðila af fiskveiðiheimildum í heildarkerfinu og krókaaflakerfinu. Reiknivélin reiknar hlutdeild samstæða í samræmi við núverandi lög um stjórnun fiskveiða annars vegar og í samræmi við tillögu um breytingar á sömu lögum hins vegar. Fjallað er frekar um reiknivél Arev hér.

Notendum er leyft að velja hvort þeir vilji nota núverandi lög um stjórn fiskveiða eða nýtt frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Jafnframt geta þeir valið um hvort þeir vilja skoða heildarkerfið eða krókaalfakerfið.

Reiknivélin býður upp á marga valmöguleika. Þannig er unnt að gera því skóna að SVN og Samherji séu hluti af sömu samstæðu eða að Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur séu hluti af sömu samstæðu. Jafnframt er unnt að tengja saman hvaða önnur fyrritæki sem er. Í öllum tilvikum er hlutdeild reiknuð.

Reiknivélin reiknar markaðshlut hverrar samstæðu, þ.e. hlutdeild í heildarúthlutun. Jafnframt reiknar hún HHI stuðla og MHHI stuðla fyrir markaðinn. Þessir stuðlar eru notaðir til að reikna samþjöppun markaða í samræmi við alþjóðlega staðla. Reiknivélin gerir þetta einnig fyrir flestar fisktegundir. Jafnframt er hlutdeild í botnsjávarúthlutun og uppsjávarúthlutun reiknuð sérstaklega. HHI og MHH er reiknað fyrir alla hliðarmarkaði.

Breytingarnar á núverandi lögum lúta einkanlega að skilgreiningum á tengdum aðilum og er unnt að lesa meira um þær hér. Í stórum dráttum er verið að færa skilgreiningarnar á tengdum aðilum til sama horfs og er í lögum um samkeppni.

Scroll to Top