Ríkið greiðir fyrir Geysi

Ríkið greiðir 1,2 milljarða fyrir hveri

Á Geysissvæðinu er oft iðandi mannlíf. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkinu ber að greiða fyrrverandi sameigendum sínum að hverasvæðinu Geysi í Haukadal um
1,2 milljarða króna, með vöxtum og verðbótum, samkvæmt yfirmati sem gert var á verðmæti
eignarinnar.

Er það svipað og kom út úr upphaflegu mati en ríkið vísaði því til yfirmats. Matið er bindandi
fyrir báða aðila, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þegar ríkið keypti hlut einstaklinganna sem áttu tvo þriðju Geysissvæðisins var ákveðið að
dómkveðja matsmenn til að ákvarða kaupverðið. Niðurstaða yfirmats er nú fengin og er þá
lokið áratuga deilum um eignarhald á þessari náttúruperlu.


Frétt af mbl.is 23. maí 2019 höf. Stefán Ó. Jónsson

Scroll to Top