Verðkönnun á lyfjum í febrúar

Lausasölulyf virðast hafa lækkað síðustu mánuði.
Veritabus framkvæmdi verðkönnun í síðustu viku hjá þeim þremur apótekum/keðjum sem eru með
netverslanir.
Þróun verðvísitölu í þessum apótekum er sýnd hér að neðan en stuðst er við eldri verðkannanir
sem hafa birst opinberlega:

Til að mæla verðbreytingar kannaði Veritabus verð vörukörfu sem samanstóð af 68 lausasölulyfjum
sem voru alls staðar til. Meðalverð körfunnar var um 150 þúsund krónur. Eftirfarandi breytingar
höfðu átt sér stað frá könnun ASÍ 2. nóvember 2021:

Kannaðir voru 79 vöruliðir. Allar verslanakeðjur áttu meira en 75 liði til. Ef vöruliður var ekki til fékk hann
miðgildi verðs annarra. Í körfukönnuninni voru samtal 68 vöruliðir. Lagt var saman allt verð á þessum liðum
og borið saman við könnun ASÍ frá 2. nóvember 2021. Óvissan er nokkuð hátt hlutfall af breytingum. Könnunin
fór fram á netinu í síðustu viku.

Skrunaðu efst