I. Samantekt
Verð á matarkörfu fjögurra manna fjölskyldu hefur hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða. Hækkun körfunnar sl. 6 mánuði er 6,5 prósent sem er meira en 3 prósent hærri en breyting á vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Óvissa við mælinguna er 2,5 prósent sem er tilkomin vegna flökts á matvörumarkaði undanfarnar vikur.
II. Körfukönnun
Eftirfarandi breytingar höfðu orðið á körfu 1 frá því í september sl.:
Vegin meðalhækkun vörukörfunnar er 6,5 prósent og óvissan 2,5 prósent eins og áður segir. Á þessu hálfa ári hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% prósent. Þetta sést á myndinni hér fyrir neðan.
Matvara hefur því hækkað svipað og vísitöla neysluverðs undanfarið ár. Hún hækkaði hins vegar lítið frá mars lokum og fram í september 2021 (um 1%). Hækkunin er 1,5 prósent frá því í febrúar sem er talsvert meira en sú hækkun sem Hagstofan mældi í mars.
III. Vísitölur einstakra verslana
Á grunni könnunar ASÍ voru reiknaðar vísitölur fyrir vöruverð í einstökum verslunum. Þróun innbyrðis vísitalna einstakra verslana er sýnd hér að neðan:
Eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur bilið verið að minnka á milli verslana og virðist samkeppni vera að aukast frá árinu 2019. Einkanlega hafa Hagkaup og svo síðar Fjarðarkaup verið að lækka verð sitt.
IV. Vöruskortur
Talsvert var um vöruskort í könnuninni. Að meðaltali vantaði um 14% af þeim vörum sem ASÍ var að mæla og endurspeglar þetta fyrst og fremst mismunandi áherslur í vöruvali. Bónus skar sig úr og vantaði 35 af þeim vörum sem könnunin náði til. Þar vantaði nokkrar lykilvörur svo sem : Myllu heimilsbrauð, Heilan frosinn kjúkling, frosið lambalæri, Nesbú hamingjuegg, mjólkurkex frá Frón og græn vínber. Yfirlit yfir vöruskortinn má sjá hér að neðan í töflunni:
Könnun í Bónus var gerð á Selfossi svo ekki er víst að hún endurspegli vöruúrval í öllum
verslunum Bónus.
V. Páskaegg hafa lækkað í verði
ASÍ kannaði verð á páskaeggjum. Alls var verð skoðað á 15 eggjum sem voru einnig í sölu á síðasta ári. Í könnuninni kemur fram að flestar verslanir hafa að meðaltali lækkað verð á
páskaeggjum. Breytingin er mismunandi eftir verslunum:
VI. Athugasemdir
Í skýringum með könnun ASÍ er höfuðáhersla lögð á mismun á hæsta og lægsta vöruverði. Þessi aðferð mælir ekki raunverulegan verðmun á milli verslana. Gefin er upp eftirfarandi tafla:
Þessi tafla er villandi. Neytandi sem les úr henni gæti þannig haldið að mismunur á verði í Fjarðarkaupum og Bónus væri almennt (20,0-2,8) = 17,2%. Þetta er fjarri sanni. Hið rétta er að mismunurinn er um 6% – 7,5% og hefur verið það meira eða minna í öllum verðkönnunum Así sl. 3 ár eins og meðfylgjandi mynd sýnir:
Til að skilja þetta betur er gott að gaumgæfa meðfylgjandi kassarit fyrir könnunina:
Myndin sýnir að munurinn á miðgildinum er um 6% og meðaltölunum um 7,5%. Munurinn á mælingunum stafar af því að töluvert flökt er í verðlagningu Fjarðarkaupa. Mælikvarðinn sem Así notar við túlkun getur þannig ríflega tvöfaldað þann mismun sem raunverulega er á milli miðgildis- og meðalverðs í verslununum.
VII. Vörukörfur
Veritabus birtir mánaðarlegar breytingar á hefðbundinni vörukörfu sem byggir á merkjavörum. Ekki er þó gerður greinarmunur á skyldum vörum svo sem Andrax og Lamba klósettpappír. Unnið er að þróun annarrar vörukörfu sem byggja mun á ódýrasta kosti í hverjum vöruflokki. Vonir standa til að unnt verði að byrja að nota þessa körfu í haust.
VIII. Um Veritabus og verðkönnunina
Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Allar verðkannanir Veritabus auk annarra opinberra verðkannana er að finna á vef Veritabus fyrir áskrifendur.
Verðkönnun ASÍ kannaði verð á 165 vöruliðum. Af þeim voru 30 páskaegg. Um helmingur þeirra var einnig í könnun ASÍ fyrir ári.