bell peppers, sweet peppers, capsicums-499068.jpg

Verðkönnun á matvöru

Samantekt

Veritabus kannaði verð í síðustu viku á netinu hjá Krónunni, Nettó, Hagkaupum og Heimkaupum. Breytingar á matarkörfunni á tímabilinu ágúst til október er 0,8% og óvissan 1,5%. Því er um óverulegar hækkanir að ræða. Innkaupakarfan hefur lækkað umtalsvert hjá Nettó eða um 3,3% frá því í ágúst.

Meðalhækkun á verði einstakra verslana

Breytingin frá körfukönnun sem Veritabus gerði í byrjun júní er sem hér segir:

Taflan sýnir að vegin hækkun matvöru á tímabilinu er um 0,8%. Óvissan er 1,5%.

Vísitölur einstakra verslana

Innbyrðis vísitala verslana hefur breyst sem hér segir:

Röð verslana er óbreytt, en bilið á milli Krónunnar og Nettó minnkar. Jafnframt vex bilið á milli Hagkaupa, Heimkaupa og annarra verslana.

Á myndinni hér að neðan má svo sjá samanburð verslana á kassariti. Punktarnir sýna dreifingu á dýrari og ódýrari vörum (utan 50% hlutfallsmarka):

Eins og sjá má er röð verslana óbreytt á milli mánaða. Bilið á milli verslana hefur þrátt fyrir það minnkað töluvert.

Skipting hækkana á milli vöruflokka

Í töflunni hér að neðan má sjá breytinga:

Um Veritabus og verðkönnunina

Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Allar verðkannanir Veritabus auk annarra opinberra verðkannana er að finna á vef Veritabus fyrir áskrifendur.

Kannaðir voru 96 vöruliðir í verðkönnuninni sem voru til í öllum verslununum. Könnunin fór fram í síðustu viku  á netinu. Ef vörur voru ekki til á netinu var verðið kannað hjá verslununum.

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Skrunaðu efst