Verðkönnun á matvöru í maí

Verðkönnun Veritabus í maí 2022

I. Samantekt

Verð á matarkörfu fjögurra manna fjölskyldu hækkar um 3,1 prósent á milli mánaða. Hækkun
körfunnar frá því október 2021 er 8,6 prósent sem er meira en 2,6 prósent meiri en breyting á
vísitölu neysluverðs á sama tímabili. Óvissa við mælinguna er 1,5 prósent.

II. Körfukönnun

Veritabus kannaði verð vörukörfu sem samanstóð af 35 vöruliðum úr öllum vöruflokkum. Verð
körfunnar var á bilinu 22 – 27 þúsund krónur. Eftirfarandi breytingar höfðu orðið á körfunni frá
könnun ASÍ 29. mars 2022:

Vegin meðalhækkun vörukörfunnar er 3,1 prósent og óvissa er 1,5%. Athygli vekur mikil hækkun
mjólkurvara sem er tvöfalt hærri en önnur hækkun eins og sjá má í töflunni sem virðist tengjast
talsverðum verðhækkunum frá Mjólkursamsölunni. Hér að neðan eru dæmi um hækkanir á verðlista
Mjólkursamsölunnar sem birtist á vef hennar:

Myndin að neðan sýnir þróun verðhækkana undanfarna 13 mánuði:

Matvara hefur því hækkað töluvert umfram aðra liði vísitölunnar undanfarið sjö mánuði. Hún
hækkaði hins vegar lítið frá mars lokum og fram í september 2021 (um 1%).

Hækkunin er 3,1 prósent frá því í lok mars skv. mælingum Veritabus.

III. Vísitölur einstakra verslana

Reiknaðar voru vísitölur fyrir vöruverð í einstökum verslunum. Myndin sýnir miðgildin og
meðaltölin í maí könnuninni.

IV. Um Veritabus og verðkönnunina


Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Allar verðkannanir Veritabus auk annarra opinberra
verðkannana er að finna á vef Veritabus fyrir áskrifendur.
Kannaðir voru 135 vöruliðir. Allar verslanakeðjur áttu til fleiri en 110 liði. Ef vöruliður var ekki til fékk hann
miðgildi verðs annarra verslana. Í körfukönnuninni voru samtal 47 vöruliðir og 37 einstakar vörur. Óvissa var
minni en í fyrri könnunum þar eð hækkanir voru að miklu leyti bundnar við ákveðna vöruflokka.. Könnunin fór
fram í síðustu viku í verslunum og á netinu. Í verslununum var verð lesið af hillumiðum.
Valin var ein verslanakeðja hjá hverri af þremur stærstu markaðsaðilunum auk Heimkaupa, en allar
eiga þessar keðjur það sameiginlegt að vera með gott úrval af matvöru á netinu. Verð var
upprunalega kannað á netinu, en ef eitthvað var óljóst eða vara var verð verslunar kannað
sérstaklega.

Skrunaðu efst