Veritabus spáir 8,3% verðbólgu í júní

Samantekt

Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,3% undanfarna tólf mánuði skv. mælingum og mati Veritabus. Óvissa við mælinguna er 0,3% og er hún tilkomin vegna ónákvæmni á mælingu undirliða. Hækkunin er drifin áfram af hækkunum á leigu og reiknaðri húsaleigu, matvöru og eldsneyti.

Undirliðir vísitölu

Veritabus spáir eftirfarandi breytingum á undirliðum vísitölunnar á milli mánaða og undanfarna 12 mánuði:

Fylgni vísitölu neysluverðs og matvöru hefur verið mikil, m.a. vegna mikillar hækkunar á innlendum búvörum. Húsnæði og eldsneyti hafa hækkað mun meira en flestir aðrir liðir, m.a. vegna lóðaskorts og hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Þrátt fyrir sterkara gengi krónunnar hefur ýmiss neysluvarningur, svo sem áfengi, föt og skór, húsgögn og heimilisbúnaður, veitingahús og fleira hækkað töluvert að undanförnu.

Um Veritabus

Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Veritabus notar eigin verðkannanir og opinber gögn við mat á verðbólgu.

Sjá einnig í grein í Fréttablaðinu
Skrunaðu efst