Verðkönnun á matvöru í júlí 2022

Meðalhækkun á verði einstakra verslana

Breytingin frá körfukönnun sem Veritabus gerði í byrjun júní er sem hér segir:

Taflan sýnir að vegin hækkun matvöru á tímabilinu er um 1,5%.

Veritabus kannaði einnig breytingar á körfu hjá Tesco í Bretlandi og Mercadona á Spáni. Eftirfarandi breytingar voru á verði frá því í byrjun júní:

Vöruverð á Íslandi virðist því hafa hækkað heldur meira. Ástæður meiri hækkana hér á landi er m.a. skarpar hækkanir kjöti. Í Krónunni hækkaðu t.d.  kjúklingabringur um 8%,  ungnautahakk um 10%. Rétt er þó að benda á að bæði lambalæri og heill kjúklingur hafa lækkað um 6%.

Vísitölur einstakra verslana

Innbyrðis vísitala verslana hefur breyst sem hér segir:

Á myndinni að neðan má svo sjá innbyrðis stöðu verslana í kassariti. Punktarnir sýna dreifingu á dýrari og ódýrari vörum (utan 50% hlutfallsmarka):

Um Veritabus og verðkönnunina

Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Allar verðkannanir Veritabus auk annarra opinberra verðkannana er að finna á vef Veritabus fyrir áskrifendur.

Kannaðir voru 96 vöruliðir í íslensku verðkönnuninni sem voru til í öllum verslununum. Í körfukönnuninni  voru samtals 72 vörur og 58 einstakar söluvörur. Könnunin fór fram í síðustu viku  á netinu. Ef vörur voru ekki til á netinu var verðið kannað í verslununum þar sem því var við komið.

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top