thermometer, medications, tablets-1539191.jpg

Verðkönnun á lausasölulyfjum

  • Samantekt

Veritabus hefur undanfarna daga kannað verð hjá þeim fjórum lyfsölum sem eru með netverslanir. Svo virðist sem lyfjaverð hafi lækkað um nálega 3% frá því í nóvember í fyrra (verðkönnun ASÍ). Verðbil á milli lyfsala hefur minnkað töluvert. Lyfjaver er enn með lægsta verðið. Talsverður munur er á heimsendingagjaldi fyrir kaup sem eru lægri en 9.900 krónur. Lyfja er almennt með lægst verð á heimsendingum, en Garðsapótek fylgir á eftir.

  • Breytingar á lyfjaverði

Að meðaltali virðist verð á lausasölulyfjum hafa lækkað frá því í nóvember 2021. Lyfja hefur leitt verðlækkanir. Að mati Veritabus nemur þessi lækkun þremur prósentum að meðaltali.

Þetta má sjá enn betur á myndinni hér að neðan:

Eins og sjá má hefur verðbil minnkað verulega á milli aðila (vinstra megin á mynd). Jafnframt má taka eftir því að öfgagildum hefur fækkað verulega frá því í fyrra (punktar fyrir ofan og neðan kassana).

  • Kostnaður við heimsendingu

Verðið á vörunum í könnun Veritabus dreifist sem hér segir:

Á myndinni má sjá að 98% varanna í könnun Veritabus kosta minna en 10.000 kr.

Kostnaður við heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu:

Vörukarfa sem er undir 8.900 krónum og sem fæst send heim er að meðaltali ódýrari ef hún er keypt í Lyfju þar sem sendingarkostnaður annarra aðila er að lágmarki 10%. Myndin breytist ef keypt er fyrir meira en 9.900 krónur þar sem kostnaður vegna slíkra sendinga er þá ókeypis hjá öllum aðilum.

  • Um Veritabus

Veritabus er systurfélag Arev verðbréfafyrirtækis. Allar verðkannanir Veritabus auk annarra opinberra verðkannana er að finna á vef Veritabus fyrir áskrifendur.

Veritabus kannaði verðbreytingar á 64 lausasölulyfjum og öðrum vörum í apótekum daga 28. – 31. ágúst sl. Könnunin fór aðallega fram á netinu en fengnar voru viðbótarupplýsingar hjá lyfsölum ef þörf var á.

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll to Top